July 6, 2014

Fólkið í blokkinni



Sagt er að samkenndin sé sterk í litlum samfélögum og sennilega er það rétt. Reykjavíkurmær uppalin í Breiðholtinu sem á ættir að rekja til Vesturbæjar og Árbæjar þekkir þessa samkennd. Stigagangur í blokk getur verið heill heimur útaf fyrir sig. 

10 íbúðir og tíu fjölskyldur með sama heimilisfang. Börn rápuðu inn og út úr íbúðunum og gátu heimsótt vini sína án þess að fara í skónna. Settar voru upp dansæfingar í geymsluganginum. Mömmurnar kíktu í kaffi hver til annarar og stundum fengu pabbarnir sér "kallakók" saman um helgar. Það var skemmtilegt. Börn að aldri pössuðum við enn minni börn sem bjuggu í blokkinni... 

Þarna eignaðist ég vinkonur til lífstíðar. Þrjár jafnaldra stelpur sem elskuðu að dansa og setja upp leikrit. Stundum voru við bestu vinkonur en stundum var einhver "spilliköttur" - dramatíkin er sjaldan langt undan þegar dívur eru annars vegar (líklega ósanngjörn fleirtala ;o).

En svo var það rómantíkin. Þarna urðu líka til ný ástarsambönd. Einhleypir íbúar fundu hvort annað á stigapallinum. "Tíu fingur upp til guðs" - ég er ekki að plata!

Það eru forréttindi að fá að alast upp í góðri blokk sem iðar að kátum krökkum. Að lifa í sátt og samlyndi við nágranna sína. Að fá að kynnast þeim og vera þátttakandi í lífi þeirra er eitthvað sem hefur mótað mig - þetta er samfélag sem hélt utan um mig í æsku.

Síðustu daga hefur hugur minn verið hjá fólkinu mínu í blokkinni góðu.

June 16, 2014

Einu sinni voru 10 króar sem fundu sér land

Slóvenía - Króatía - Austurríki: 2. til 11. júní



Tengdamamma átti stórafmæli og óskaði sér þess að fara í ferðalag með króunum sínum tíu. Því var til hæfi að heimsækja að því tilefni Króatíu! 

Flogið var til Munchen og keyrt suður að Adríanhafi með viðkomu í Slóveníu. Þar sem við gistum í smábæ í fjarska fallegum fjallasal. Við komum seint í næturstað og þegar við vöknuðum sáum við að geitur voru í garðinum og eplatré. Það var eins og að vera staddur í póstkorti. 

Istria skaginn er nyrsti hluti Króatíu og mörgum þykir hann keimlíkur Ítalíu. Skaginn er vogskorin og þar eru óteljandi litlar víkur þar sem barrskógur vex niður að sjávarmáli. Þar vorum við í litlu sjávarþorpi í viku. Í íbúðarhóteli sem hafði sína eigin strönd og fallega bryggju. 

Þarna var veðrið gott og lífið einfalt. Við busluðum í sundlaug, sóluðum okkur, sötruðum bjór og sleiktum ís. Króatía er gullfallegt land og mikið er um fornminjar frá tímum Rómverja eins og hringleikahús sem er í miðbæ Pula. Svo við þurftum ekki bara að sleikja sólina heldur gátum skoðað og notið ótrúlega margs. 

Þar sem myndir segja fleira en mörg orð þá birtast hér nokkrar úr velheppnaðri fjölskylduferð:




Eyvindur við landamæraeftirlit á landamærum Ítalíu og Slóveníu. Það var að hruni komið en er áhrifaríkur minnisvarði um aðra tíma.

 Jógað við "bunker" landamæraeftirlitsins 

 Bræður í slóvneskri sveitasælu



 Í Slóveníu eru margir og miklir dropasteinshellar. Við heimsóttum Skocjan hellana... fórum þó ekki ofaní þá. 


 Heimilið okkar í Króatíu angaði af rósmarín og lavander sem uxu í runnum fyrir utan dyrnar okkar.

 Við sigldum upp Istria skagann

 Mömmugull

 Pabbagull

 Unga parið
 Þjóðarfáninn blakti í sjávargolunni

 Randver, Randalín og Fríða

 Fallega fólkið

 Fljótandi leikvöllur í fjöruborðinu 


 Rovinj er fallegur miðaldabær sem stundum er líkt við Feneyjar og St. Tropez og aðrar miðjarðarhafsperlur


 Fallegar götur Rovinj 



 "The love we give away is the only love we keep" - fannst það fallegt og rétt



 Tres amigos

 Sigldum framhjá Brijuni eyjunum þar sem Tito forseti Júgóslavakíu átti þetta hógværa sumarhús


Við hjónin gerðum góðan díl við ferðafélagana þegar við buðumst til að hugsa um börnin á meðan villtari hluti hópsins fór á pöbbarölt í Pula gegn því að villingarnir myndu sjá um skytturnar þrjár daginn eftir svo við kæmumst í hjólatúr.

Allamalla hvað það var dásamlegt frelsi að hjóla um sveitina og meðfram ströndinni. Við fórum út á syðsta tanga Istria að þjóðgarði sem heitir Kamenjak. Það svæði er jarðfræðilega eldgamalt og merkilegt fyrir þær sakir að þar hafa fundist steingervingar af risaeðlum.

Ef þið eigið leið um þetta svæði Króatíu þá mæli ég hundrað prósent með Kamenjak! Algjörlega gordjöss með klettaströnd, grenitrjám og tærum sjó... varið ykkur samt á ígulkerunum sem fíla Kamenjak líka. Það er ekki gott að stíga á þau ;o) 



Þessir landkönnuðir fundu helli sem höfðu að geyma mannvistaleyfar frá 1. öld e.Kr. en þeir höfðu meiri áhuga, eða áhyggjur mögulegum köngulóm.



 Eitt af ótal gullkornum frá Loga úr ferðinn var "þegar ég verð stór ætla ég að ferða GUÐ" ...það er því við hæfi að komplexalausi og að eigin sögn gullfallegasti strákurinn kyssi Jesú á ennið.



 Pula er gamall rómverskur bær sem hefur ótal minnismerki frá þeim tíma

 Gulldrengirnir fjórir að æfa sig í jóga...



Hringleikahúsið í Pula er hreinlega ekkert minna en stórfenglegt. Það hefur staðið af sér rúm 2 þúsund ár og ótal valdaskipti og styrjaldir. Þarna komum við síðdegis og horfðum á kvöldsólina skína í gegnum "götin/gluggana/bogana" - magnaður staður


 Feðgar og Dóra

 Jóga; ef ekki þarna - hvar þá? 

 Dóra eins og drottning í miðjum hópnum sínum - umkringd börnum, tengdabörnum, barnabörnum og tengdabarnabörnum 





Kamenjak er þessháttar staður að við urðum að koma þangað aftur og deila fegurðinni með ferðafélögum okkar. Við fylltum því bílinn af gúmíbát, snorklbúnaði og sólarvörn og lögðum af stað í strandferð. Dásamlegur dagur þó sólin hafi sleikt suma aðeins of ákaft og aðrir hafi kynnst ígulkerum ögn of náið.








Síðasta kvöldið í Króatíu héldum við okkur á heimaslóðum. Nutum þess fallega umhverfis sem Apartmenthotel del Mar okkar bauð uppá.  


 Trausta-Yoga: hann segist vona að þessi mynd birtist einhverntíma í Fréttablaðinu




 Ís-ást

 Bergs og mömmu selfie 

 Bergs - Yoga
Líklega myndu skytturnar mínar þrjár segja að klukkutíma heimsókn á hersafnið í Slóveníu (á heimleiðinni) hefði verið hápunkturinn á 10 daga ferðalagi... í alsælu ráfuðu þeir um á svæði sem var stútfullt af skridrekum, kafbát, fallbyssum, herflugvélum og skotvopnum. 

Frumburðirinn blíðlyndi býr yfir ógnvekjandi þekkingu á drápstólum!






Jógapósan: Stríðsmaður II ...viðeigandi leið til að jarðtengja sig eftir algleymi stríðssafnsins.

Fyrir mitt leyti var náttúrufegurð Slóveníu eitthvað sem gleymist seint. Hvílíkt og annað eins... Bled vatnið er ein frægasta náttúruperla Slóveníu og þar stoppuðum við.







 Við Bled er kastali sem er 1000 ára gamall... litlu yngri en byggð á Íslandi. Hann gnæfir yfir vatnið og er vinsæll ferðamannastaður. Þar er skemmtilegt byggðarsafn og auðvitað óviðjafnanlegt útsýni yfir vatnið og litlu eyjuna sem hvílir í því ... fyrir mér var þetta eins og mynd úr Grimms ævintýri.



Síðustu nóttina gistum við í Wagrain í Austurríki þar sem er frábært skíðasvæði en við komumst að því að þarna er ekki síðra að vera að sumarlagi. Okkur langar að heimsækja Wagrain að nýju... á skíðum eða hjóli eða bara eitthvað.



Farþegarnir í aftursætinu á Volkswagen strumpastrætó